Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Próf og verkefni

Hægt er að styðjast við alls kyns próf og verkefni við ráðningar. Sem dæmi má nefna sálfræðipróf, persónuleikapróf og raunhæf verkefni sem byggja á þeim viðfangsefnum sem leysa þarf í umræddu starfi, til dæmis bókhaldsverkefni, greiningarverkefni eða ritun greinargerðar.

Mikilvægt er að huga að áreiðanleika og réttmæti slíkra prófa og verkefna og nota þau með öðrum matsaðferðum eins og viðtölum. Ekki er ráðlegt að byggja ákvörðun um ráðningu eingöngu út frá niðurstöðum prófa og verkefna.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.