Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Val á hæfasta umsækjanda

Að loknum viðtölum og öðru formlegu mati þarf að bera umsækjendur saman eftir fyrirfram skilgreindum hæfnisþáttum sem koma fram í auglýsingu og meta hver þeirra er hæfastur í starfið. Nánar er fjallað um þetta í hæfnisskilyrðum.

Komi upp sú staða að tveir eða fleiri umsækjendur teljast jafn hæfir til að gegna umræddu starfi, getur 19. gr. jafnréttislaga átt við en þar er bannað að mismuna umsækjendum á grundvelli kyns við ráðningar. 

Einnig geta ákvæði laga um þjónustu við fatlað fólk með stuðningsþarfir átt við en þar er kveðið á um að fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjanda.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.