Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar
Hæfnisskilyrði
Við mat á umsækjendum er nauðsynlegt að vinna út frá þeim hæfnisskilyrðum sem skilgreind voru í upphafi ráðningarferilsins og sem fram koma í auglýsingu. Að auki þarf að fylgja almennum starfsskilyrðum skv. 6. gr. starfsmannalaga og ákvæðum sérlaga um sérstakar kröfur til starfsins ef við á.
Hæfnisskilyrðin þurfa að vera málefnaleg og lögmæt, t.d. menntun, þekking, reynsla, persónulegir eiginleikar, til að mynda samskipti og stjórnun. Einnig er hægt að meta þætti sem þykja skipta máli eins og framtíðarhugmyndir um þróun starfseminnar. Eftir val á hæfnisskilyrðum er þeim forgangsraðað eftir vægi þeirra fyrir tiltekið starf.
Flokkun umsókna eftir hæfnisskilyrðum
Gera þarf samanburð á umsækjendum á grundvelli sömu sjónarmiða. Við yfirferð umsókna er ágætt að flokka þær í samræmi við hversu vel þær uppfylla hæfnisskilyrði sem sett voru fram í upphafi ráðningarferlis og fram komu í auglýsingu.
Sem dæmi mætti flokka umsóknir í þrjá hópa:
Umsóknir sem eru umfram hæfniskröfur sem auglýst er eftir
Umsóknir sem uppfylla hæfniskröfur sem auglýst er eftir
Umsóknir sem uppfylla ekki hæfniskröfur sem auglýst er eftir
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.