Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Viðtöl

Viðtöl eru algengasta aðferðin við mat á umsækjendum. Mikilvægt er að undirbúa viðtöl vel. Spurningar þurfa að vera markvissar og byggja á þeim hæfnisskilyrðum sem leitað er að í hvert skipti. Í viðtölum eru umsækjendur metnir en viðtalið er ekki síður tækifæri fyrir umsækjendur til að meta vinnustaðinn og væntanlega samstarfsmenn.

Stöðluð viðtöl

Í stöðluðum viðtölum eru spurningar skilgreindar fyrirfram og allir umsækjendur eru spurðir sömu spurninga í sömu röð. Upplýsingar sem umsækjendur veita í viðtalinu eru skráðar jafnóðum og þær metnar á þar til gerðum kvörðum sem byggja á hæfnisskilyrðum starfsins.

Stöðluð viðtöl geta verið margvísleg en algengust eru bakgrunns;-aðstæðu- eða hegðunarbundin viðtöl:

  • Í bakgrunns- og hegðunarviðtölum er reynt að komast að reynslu umsækjanda með því að spyrja um raundæmi úr fyrri störfum. Umsækjandi er þá beðinn um að lýsa því hvernig hann tók á málum sem upp komu og þá helst með dæmum.

  • Í aðstæðubundnu viðtali eru umsækjendur beðnir um að lýsa því hvernig þeir myndu bregðast við ef hinar og þessar aðstæður kæmu upp í vinnunni og hvernig þeir myndu leysa ákveðin verkefni. 

Til að koma í veg fyrir matsvillur í viðtali er æskilegt að tveir eða fleiri spyrlar séu viðstaddir og að sömu einstaklingarnir séu viðstaddir öll viðtölin. Tilgangur staðlaðra viðtala er að reyna að draga úr áhrifum óviðkomandi þátta.  

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.