Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Ráðningarstofur

Hægt er að fá ráðningarstofu til að annast hluta af ráðningarferlinu en ekki allt ferlið. Eftir sem áður er það forstöðumaður stofnunar sem ber ábyrgð á lögmæti ráðningarferlis.

Forstöðumaður þarf að taka ákvarðanir er hafa verulega þýðingu fyrir stöðu umsækjenda í ferlinu, svo sem:

  • hverjum boðið er í starfsviðtal

  • hvaða sjónarmiðum er byggt á við hæfnismat umsækjenda

  • endanlegt mat á því hver teljist hæfastur umsækjenda

Forstöðumanni ber því alltaf að fara yfir öll gögn og taka sjálfstæða ákvörðun um ráðningu. Einnig þarf stofnun að fá öll gögn til sín frá ráðningarstofunni og varðveita í skjalasafni sínu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.