Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Undirbúningur komu nýs starfsfólks

Lengi býr að fyrstu gerð! Góður undirbúningur er lykilatriði í móttöku nýliða og leggur grunninn að árangri starfsfólks í starfi. Því er afar mikilvægt að huga vel að móttökuferlinu og hlutverki hvers og eins í því.

Yfirmaður eða einhver sem hann tilnefnir sem leiðbeinanda hefur það hlutverk að leiðbeina nýjum starfsmanni, kynna hann fyrir vinnufélögum, staðháttum á vinnustað og vera honum innan handar á fyrstu vikum eða mánuðum í starfi.

Æskilegt er að stofnanir ríkisins setji sér verklagsreglur um móttöku nýs starfsfólks og útbúi gátlista til að tryggja að ekkert gleymist við móttöku nýrra starfsmanna. 

Á gátlistanum kemur fram 

  • hverju skal vera lokið áður en starfsmaður kemur til starfa

  • hvernig tekið er á móti starfsmanni fyrsta daginn 

  • hvernig er staðið að bæði almennri og starfstengdri þjálfun. 

Mikilvægt er að tilnefna ábyrgðarmann fyrir hvern þátt gátlistans.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.