Fara beint í efnið

Mun ég hafa aðgang að túlki í umsóknarferli um alþjóðlega vernd?

Allir umsækjendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd eiga rétt á aðstoð túlks við meðferð málsins nema slík þjónusta sé sérstaklega afþökkuð. Útlendingastofnun metur hverju sinni hvort leitað skuli aðstoðar túlks hér á landi eða erlendis með þeim miðlum sem henta, t.d. í síma, tölvu eða með annars konar fjarskiptatæki.

 Meðal annarra réttinda sem þú hefur rétt á sem umsækjandi um alþjóðlega vernd eru:

  • Að fá aðstoð hjá skipuðum talsmanni (lögfræðingi) á meðan mál þitt er til skoðunar af hálfu íslenska ríkisins.

  • Að fá aðstoð túlks við meðferð málsins nema þú afþakkir sérstaklega slíka þjónustu.

  • Að hafa samband við fulltrúa Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða
    krossins á Íslandi og viðurkenndra mannúðar- eða mannréttindasamtaka.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900