Fara beint í efnið

Hverjir eru kostir þess að fá aðstoð við sjálfviljuga heimför?

Aðstoð við sjálfviljuga heimför tryggir þér öruggt ferðalag aftur til heimaríkis, eða ríkis þar sem þú hefur heimild til dvalar, án aðkomu lögreglu.

Aðstoðin sem er í boði er mismunandi eftir þörfum umsækjanda. Á meðal þess sem aðstoðin getur falið í sér er:

  • Ráðgjöf og upplýsingar um aðstoð í heimaríki

  • Flugfar og samgöngur til og frá flugvelli til lokaáfangastaðar í heimaríki

  • Aðstoð við öflun ferðaskilríkja

  • Aðstoð við brottför, gegnumferð og komu til heimaríkis

  • Þjónustu og læknisaðstoð sem umsækjandi gæti þurft á að halda meðan á ferðalagi stendur

  • Ferðastyrk og enduraðlögunarstyrk í samræmi við reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjenda um alþjóðlega vernd

Þú getur óskað eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför með því að fylla út beiðni og senda eyðublaðið í tölvupósti á return@utl.is.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900