Útlendingastofnun: Alþjóðleg vernd
Ég er með tvöfalt ríkisfang, hvernig verður umsókn mín um vernd afgreidd?
Ef þú ert með ríkisfang í landi á lista yfir örugg upprunaríki mun mál þitt sæta forgangsmeðferð. Það þýðir að þú færð boðun í viðtal við fyrsta tækifæri þar sem persónulega aðstæður þínar í viðkomandi ríki verða ræddar með tilliti til upplýsinga um almennt ástand í landinu. Almennt er ríkisborgurum öruggra upprunaríkja synjað um vernd og snúið aftur til heimaríkis.
Ef íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á umsókn þinni um vernd og hvorugt landið þar sem þú hefur ríkisfang er á lista yfir örugg upprunaríki, þá verður umsókn þín metin með tilliti til persónulegra aðstæðna þinna og upplýsinga um almennt ástand í báðum löndum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?