Fara beint í efnið

Hvaða gögn skipta máli við umsókn um alþjóðlega vernd?

Misjafnt er hvaða gögn skipta máli við umsókn um alþjóðlega vernd og spilar þar margt inn í, svo sem upprunaland, félagsleg staða og ástæður flótta. Fyrir viðtalið þitt skaltu skoða hvaða gögn þú átt sem geta stutt frásögn þína um hvers vegna þú flúðir heimaríki þitt.

Dæmi um gögn:

  • Gögn sem sanna uppruna og tengsl, svo sem kennivottorð, fæðingarvottorð, hjúskapavottorð og forsjárgögn.

  • Gögn frá opinberum stofnunum á borð við lögregluskýrslur, dómsmál eða sakavottorð.

  • Gögn um heilsufar eins og sjúkraskýrslur og greiningar.

  • Gögn varðandi menntun eða fyrri störf á borð við útskriftarskírteini, ráðningarsamninga, fyrirtækjaskráningu eða aðild að félagasamtökum.

  • Óformleg gögn sem að öðru leyti styðja við frásögn af ákveðinni atburðarrás, svo sem ljósmyndir, myndbönd og símaskilaboð.

Athugaðu að ofangreindur listi er ekki tæmandi og að misjafnt getur verið hvaða gögn eru talin skipta máli miðað við aðstæður að hverju sinni.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900