Útlendingastofnun: Alþjóðleg vernd
Hvaða þjónustu á ég rétt á meðan umsókn mín um vernd er í vinnslu?
Þú átt rétt á þjónustu löglærðs talsmanns á meðan umsókn þín er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Hlutverk talsmanns hefst við skipun hans og lýkur við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi. Sjá nánari upplýsingar um hlutverk talsmanns.
Á meðan þú bíður þess að fá svar við umsókn þinni stendur þér meðal annars til boða húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Barnshafandi konur skulu fá aðgang að mæðravernd og fæðingarhjálp og börn sem sækja um vernd skulu eiga þess kost að stunda nám.
Vinnumálastofnun ber ábyrgð á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Sjá nánari upplýsingar um þjónustu Vinnumálastofnunar.
Rétturinn til þjónustu fellur alla jafna niður átta vikum frá veitingu verndar, 30 dögum eftir endanlega niðurstöðu um synjun eða þremur dögum eftir að umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka. Sjá nánari upplýsingar um lok þjónustu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?