Útlendingastofnun: Alþjóðleg vernd
Get ég sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi ef ég er með dvalarleyfi í öðru landi?
Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eru það grundvallar mannréttindi að geta sótt um vernd frá heimaríki sínu. Hins vegar, ef þú ert nú þegar með dvalarleyfi í öðru ríki ber Útlendingastofnun ekki skylda að taka umsókn þína um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar.
Það þýðir að mál þitt yrði sett í ferli sem snýst um að ákvarða hvort Ísland eða landið sem þú ert þegar með leyfi til að dvelja í beri ábyrgð á umsókn þinni um vernd. Í viðtali við Útlendingastofnun yrðu því fyrst og fremst kannað ástæður þess að þú teljir þig ekki geta dvalið í því landi sem þú hefur þegar leyfi til að dvelja í.
Útlendingastofnun hefur einnig samband við það ríki og aflar upplýsinga um dvalarleyfi þitt. Komi í ljós að það ríki beri ábyrgð á umsókn þinni um vernd, og samþykki að taka hana til meðferðar, yrði þér gert að yfirgefa Ísland og snúa aftur til þess ríkis, svo lengi sem ekki hafi komið fram neinar ríkar ástæður til að taka umsókn þína til efnismeðferðar hér á landi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?