Útlendingastofnun: Alþjóðleg vernd
Hvað er öruggt upprunaríki?
Útlendingastofnun hefur gefið út lista yfir svokölluð örugg ríki.
Grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt í ríkjunum á þessum lista og mál umsækjanda um alþjóðlega vernd með ríkisfang í þessum löndum fara að öllu jöfnu í forgangsmeðferð.
Almennt er ríkisborgurum þessara ríkja synjað um vernd og snúið aftur til síns upprunaríkis.
Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma. Það eitt að umsækjandi sé frá ríki á listanum leiðir ekki til þess að Útlendingastofnun taki mál ekki til skoðunar eða synji umsókn án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru slík mál tekin til almennrar efnismeðferðar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?