Fara beint í efnið

Hvað er öruggt upprunaríki?

Útlendingastofnun hefur gefið út lista yfir svokölluð örugg ríki. 

Grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt í ríkjunum á þessum lista og mál umsækjanda um alþjóðlega vernd með ríkisfang í þessum löndum fara að öllu jöfnu í forgangsmeðferð.

Almennt er ríkisborgurum þessara ríkja synjað um vernd og snúið aftur til síns upprunaríkis.

Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma. Það eitt að umsækjandi sé frá ríki á listanum leiðir ekki til þess að Útlendingastofnun taki mál ekki til skoðunar eða synji umsókn án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru slík mál tekin til almennrar efnismeðferðar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900