Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd, réttur og ferill umsókna

Listi yfir örugg ríki

Grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt í ríkjunum á þessum lista og mál umsækjenda um alþjóðlega vernd með ríkisfang í þessum löndum fara að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. Almennt er ríkisborgurum þessara ríkja synjað um vernd og snúið aftur til síns upprunaríkis.

Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma. Það eitt að umsækjandi sé frá ríki á listanum leiðir ekki til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar.

Aðildarríki Evrópusambandins

  • Austurríki

  • Belgía

  • Búlgaría

  • Danmörk (þar með talin Færeyjar og Grænland)

  • Eistland

  • Finnland

  • Frakkland

  • Grikkland

  • Holland

  • Írland

  • Ítalía

  • Króatía

  • Kýpur

  • Lettland

  • Litháen

  • Lúxemborg

  • Malta

  • Pólland

  • Portúgal

  • Rúmenía

  • Slóvakía

  • Slóvenía

  • Spánn

  • Svíþjóð

  • Tékkland

  • Ungverjaland

  • Þýskaland

Til þess að gerast aðili að Evrópusambandinu þarf ríki að tryggja ríkisborgurum sínum grundvallarmannréttindi og mannfrelsi. Í ljósi þess teljast ríkisborgarar ríkja innan Evrópusambandsins almennt koma frá öruggum upprunaríkjum.

Önnur ríki sem metin hafa verið örugg

Albanía

Albanía er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Albaníu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggur að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina Albaníu sem öruggt ríki. 

Ástralía

Ástralía er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum landinu og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa mannréttindasamtakanna og yfirleitt brugðist við sjónarmiðum þeirra.

Bandaríki Norður-Ameríku

Bandaríkin eru meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana.

Bosnía og Hersegóvína

Bosnía og Hersegóvína er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er meðal annars aðili að mannréttindasáttmála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Grundvallarmannréttindi eru almennt virt í landinu og ekki eru stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki.

Bretland

Á Bretlandi er þingbundin konungsstjórn. Bretland er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Bretland er ennfremur aðili að Evrópuráðinu og Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra mannréttindasamtaka.

Georgía

Georgía er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannréttindi eru almennt virt í Georgíu og kveður stjórnarskrá Georgíu á um jafnræði borgaranna ásamt því að erlend mannréttindasamtök hafa starfað í landinu án tálmana. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggur að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. 

Japan

Japan er stjórnarskrárbundið konungdæmi sem er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna.  Í opinberum skýrslum hafa yfirvöld í ríkinu helst verið gagnrýnd fyrir erfiða stöðu fanga og slæmar aðstæður í fangelsum. Mannréttindi eru hins vegar almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa mannréttindasamtaka og brugðist við sjónarmiðum þeirra.  

Kanada

Kanada er stjórnarskrárbundið konungsdæmi og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Kanada er jafnframt aðili að samtökum Ameríkuríkja. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök starfa þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa mannréttindasamtakanna og brugðist við sjónarmiðum þeirra.

Kósovó

Kósóvó er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki þar sem ekki eru stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. Grundvallarmannréttindi eru almennt virt í landinu og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Kósóvó er ekki aðili að Genfarsáttmálanum né Mannréttindasáttmála Evrópu, er það vegna ónógrar alþjóðlegrar samstöðu varðandi stöðu þess sem sjálfstætt ríki, en ekki vegna vandkvæða við að tryggja grundvallarmannréttindi þar í landi. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Kósóvó í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggur að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina Kósóvó sem öruggt ríki. 

Liechtenstein

Liechtenstein er þingbundið furstadæmi og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Liechtenstein er ennfremur aðili að Evrópuráðinu og Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa mannréttindasamtaka og yfirleitt brugðist við sjónarmiðum þeirra. 

Moldóva

Moldóva er aðili að fjölmörgum alþjóðasamningum um verndun mannréttinda. Til að mynda hefur Moldóva verið aðili að Evrópuráðinu síðan 1995 og fullgilti mannréttindasáttmála Evrópu árið 1997. Moldóva er einnig aðili að Genfarsáttmálanum, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Grundvallarmannréttindi eru almennt virt í Moldóvu og þar eru ekki stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. 

Mónakó

Furstadæmið Mónakó er stjórnarskrárbundið konungdæmi sem er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Mónakó er ennfremur aðili að Evrópuráðinu og Mannréttindasáttmála Evrópu. Innlend og erlend mannréttindasamtök eru heimil í ríkinu þó að engin þeirra séu starfandi þar. 

Norður-Makedónía

Norður-Makedónía er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Norður-Makedóníu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggur að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina Norður-Makedóníu sem öruggt ríki.

Noregur

Konungsríkið Noregur er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Noregur er ennfremur aðili að Evrópuráðinu og Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra mannréttindasamtaka.

Nýja-Sjáland

Nýja-Sjáland er lýðveldi sem er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Í opinberum skýrslum hefur aðallega verið fjallað um ákveðna mismunun og félagslega erfiðleika sem minnihlutahópar kljást við í ríkinu. Mannréttindi eru hins vegar almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa mannréttindasamtaka og yfirleitt brugðist við sjónarmiðum þeirra.

Serbía

Serbía er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Serbíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggur að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina Serbíu sem öruggt ríki. 

Sviss

Sviss er sambandslýðveldi með 26 kantónum. Sviss er meðal annars aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Sviss er jafnframt aðili að Evrópuráðinu og Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindi eru almennt virt af stjórnvöldum og bæði innlend og erlend mannréttindasamtök hafa starfað þar án tálmana. Stjórnvöld hafa átt samstarf við fulltrúa mannréttindasamtakanna og brugðist við sjónarmiðum þeirra.

Svartfjallaland

Svartfjallaland er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki og er aðili að öllum helstu mannréttindasáttmálum, m.a. Genfarsáttmálanum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindi eru almennt virt í landinu og ekki eru stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. Svartfjallaland hefur stöðu umsóknarríkis um aðild að Evrópusambandinu og eru viðræðurnar langt komnar. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Svartfjallalandi og ljóst er að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina Svartfjallaland sem öruggt ríki.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun