Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd, réttur og ferill umsókna

Afturköllun umsóknar

Vilji umsækjandi um alþjóðlega vernd draga umsókn sína um alþjóðlega vernd til baka þarf hann að afturkalla hana. Afturköllun fer iðulega fram með aðstoð talsmanns umsækjanda sem kemur afturkölluninni á framfæri við Útlendingastofnun. Umsækjandi um alþjóðlega vernd getur þó einnig beint afturköllun umsóknar sinnar beint til Útlendingastofnunar.
 

Ef umsækjandi um alþjóðlega vernd afturkallar umsókn sína um vernd hér á landi ber honum að fara af landi brott. Geri hann það ekki eða geti það ekki af sjálfsdáðum verður honum vísað frá landinu eða brottvísað. Eigi umsækjandi um alþjóðlega vernd rétt á annars konar leyfi hér á landi þarf hann að sækja um slíkt leyfi sérstaklega.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun