Alþjóðleg vernd, réttur og ferill umsókna
Heimför eftir synjun
Umsækjanda um alþjóðlega vernd ber að yfirgefa landið þegar hann hefur fengið endanlega synjun á umsókn sinni og á ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt.
Verklag stjórnvalda byggir á því að tryggja faglega, skipulega og mannúðlega framkvæmd við fylgd umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi.
Umsækjanda sem er synjað um vernd eða dregur umsókn sína til baka er almennt veittur frestur til þess að yfirgefa landið sjálfur. Fresturinn er tilgreindur í ákvörðun stjórnvalda.
Ef frestur til heimfarar er ekki tilgreindur í ákvörðun stjórnvalda verður umsækjanda fylgt úr landi af stoðdeild ríkislögreglustjóra.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun