Fara beint í efnið

Hvernig óska ég eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför?

Hægt er að óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför með því að fylla út beiðni og senda eyðublaðið í tölvupósti á return@utl.is.

Farið verður yfir beiðni þína til að ákvarða rétt þinn á aðstoð. Ef þú áttt rétt á aðstoð verður þér boðið í viðtal til að ræða möguleika þína á sjálfviljugri heimför. Ef þú, af einhverri ástæðu, átt ekki rétt á aðstoð við sjálfviljuga heimför munum við veita þér útskýringar með tölvupósti.

Vinsamlegast athugaðu að beiðni um aðstoð við sjálfviljuga heimför þarf að berast áður en frestur til heimfarar, sem tilgreindur er í ákvörðun stjórnvalda, rennur út.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900