Fara beint í efnið

Hvað gerir talsmaður umsækjenda um vernd?

Talsmaður er lögfræðingur sem talar máli umsækjenda um alþjóðlega vernd og gætir hagsmuna þeirra gagnvart íslenskum stjórnvöldum á meðan mál þeirra eru til meðferðar.

Á meðal þess sem talsmaður gerir er að:

  • mæta í viðtal með umsækjanda þegar það er boðað,

  • skila inn gögnum og greinargerð fyrir hönd umsækjanda, eftir því sem þörf er á,

  • aðstoða umsækjanda við öflun heilbrigðisgagna, ef það er nauðsynlegt, við meðferð málsins, og,

  • taka við ákvörðunum stjórnvalda fyrir hönd umsækjanda og leiðbeina um mögulegt framhald máls, svo sem kæruleiðir eða möguleika til sjálfviljugrar heimferðar

Hlutverk talsmanns hefst við skipun hans og lýkur við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi.

Þjónusta talsmanna er umsækjendum um vernd að kostnaðarlausu. Ef þú vilt velja annan talsmann en þér er skipaður, berð þú kostnaðinn af þeirri þjónustu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900