Fara beint í efnið

Félags- og þjónustumiðstöðvar

Félags- og þjónustumiðstöðvar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá til að tryggja eldra fólki daglega virkni sem er þeim nauðsynleg.

Í boði er meðal annars:

  • Heitar máltíðir í hádeginu

  • Ýmis námskeið

  • Leikfimi og dans

  • Leikhúsferðir og ferðalög

  • Margvíslegt handverk

Aðgangur að félagsmiðstöðvunum er öllum opinn og eldra fólk velkomið eftir eigin hentugleika.

Greiða þarf gjald fyrir þjónustuna en því er stillt í hóf.

Landssamband eldri borgara

Hjá Landssambands eldri borgara er að finna yfirlit yfir öll aðildarfélög á landinu.

Þau birta oft yfirlit á síðum sínum um það helsta í starfinu. Þá má víða finna dagskrá þjónustumiðstöðva á Facebook síðum þeirra.

Vert er að benda á fjölbreytta afslætti sem aðilum í félögum eldri borgara býðst gegn framvísun skírteina.

Annað

Talsvert af gagnlegum upplýsingum meðal annars um félagsstarf eldra fólks er að finna á síðu sem heitir Upplýsingabanki.