Taktu stökkið
Hér inni á Háskólanám.is getur þú kynnt þér allar námsleiðir í háskólum á Íslandi á skipulegan hátt, til að einfalda þér að velja nám — og auka líkur á að þú komist að réttri niðurstöðu fyrir þig. Hægt er að fletta upp mismunandi námsleiðum í ólíkum skólum, bera saman og skoða upplýsingar eins og inntökuskilyrði, kostnað og fleira. Taktu stökkið og skráðu þig í háskóla!
Finndu þitt nám hér
Leitaðu upplýsinga um háskólanám á Íslandi.
„Ég er fyrst í fjölskyldunni til að fara í háskóla þannig ég var mín eigin fyrirmynd“
Þótt Kinga hún hafi fyrst byrjað í viðskiptafræði vissi hún strax að tölvunarfræði væri eitthvað fyrir hana þegar hún tók áfanga í forritun. Hún starfar núna sem bakendaforritari eftir að hafa unnið lokaverkefni fyrir Origo sem varð að fullu starfi eftir útskrift.
Kinga flutti til Íslands frá Póllandi þegar hún var 9 ára og áhuginn á tölvuleikjum og tölvunarfræði kviknaði þegar hún fylgdist með pabba sínum spila tölvuleiki.
„Ég gerði þetta á mínum hraða“
Sigurður Jefferson var að klára sálfræði í Háskólanum í Reykjavík, en samhliða náminu spilaði hann handbolta með HK í Olís deildinni og æfði amerískan fótbolta.
Sigurður hafði aldrei stefnt neitt sérstaklega að sálfræði og tók ákvörðunina kvöldið sem hann skráði sig, en eftir því sem hann lærði meira jókst áhuginn. Í dag finnst honum námið hjálpa sér á mörgum vígstöðvum í lífinu, og þá sérstaklega í íþróttunum, sem hafa alltaf verið númer eitt.
„Meiri líkur á að þú náir langt ef þú setur þig í aðstæðurnar“
Birgitta byrjaði háskólagönguna í tannsmíði, fór þaðan í tannlækninn en fattaði að hún hafði valið nám út af status frekar en áhuga – svo hún skipti. Hún er núna að læra lífefna- og sameindalíffræði, og segir að það sé alveg jafn mikilvægt að komast að því hvað maður vill ekki gera, þá sé maður nær því að finna sína réttu hillu.
„Ef þú hittir ekki á rétt nám, þá skiptirðu bara.“
Eyvindi datt ekki í hug að hann myndi nokkurn tímann vinna á spítala, en eftir að hafa klárað BA gráðu í lögfræði og verið langt kominn með meistaranám ákvað hann að skrá sig í hjúkrunarfræði. Hann segir að það sé mikilvægast að fylgja sjálfum sér, hætta ef þér finnst eitthvað leiðinlegt til að finna eitthvað skemmtilegra, og leyfa sér að taka stökkið.
Meðferð persónuupplýsinga
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Netfang: haskolanam@island.is