Algengar spurningar
Algengar spurningar um háskólanám
Í fjarnámi eru öll skyldunámskeið fjarnámskeið og hægt er ljúka námi á námsleiðinni alfarið með fjarnámskeiðum þar sem kennsla fer fram á tilteknum tíma og gert er ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda á netinu. Í fjarnámi miðast kennsluaðferðir og tækninotkun við að nemendur séu fjarstaddir en geti tekið fullan þátt í námskeiðinu án þess að mæta reglubundið á tiltekinn stað.
Í netnámi eru öll skyldunámskeið netnámskeið og hægt er ljúka námi á námsleiðinni alfarið með netnámskeiðum þar sem nemendur hafa aðgang að öllu kennsluefni á netinu, svo sem upptökum af kennslustundum eða öðrum upptökum en það er ekki gert ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda.
Í bæði fjarnámi og netnámi getur verið gerð krafa um viðveru á tilteknum stað á tilteknum tíma, svo sem vegna námslotna, vettvangsnáms, verkefna eða prófa. Þá geta einhver valnámskeið eingöngu verið í boði sem staðnámskeið.
Leitaðu að þeirri námsleið sem þú vilt skoða nánar og veldu heitið á henni. Þar má finna ýmsar upplýsingar um námsleiðina, þar á meðal inntökuskilyrði, námskröfur og kostnað.
Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar um námið á vefsíðu skólans með því að fylgja hlekknum sem vísar þangað.
Leitaðu að þeirri námsleið sem þú vilt skoða nánar og veldu heitið á henni.
Þá birtast allar mikilvægar upplýsingar um námið auk þess sem neðarlega á síðunni eru upplýsingar um inntökuskilyrði.
Leitaðu að þeirri námsleið sem þú vilt skoða nánar og veldu heitið á henni.
Þá birtast allar mikilvægar upplýsingar um námið auk þess sem neðarlega á síðunni eru upplýsingar um kostnað.
Meðferð persónuupplýsinga
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Netfang: haskolanam@island.is