Fara beint í efnið
Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Um Háskólanám.is

Heimurinn stækkar í háskóla!

Háskólanám.is er upplýsingavefur fyrir allt háskólanám á Íslandi. Hér færð þú upplýsingar um allar námsleiðir sem háskólar á Íslandi hafa upp á að bjóða, allt á einum stað, hvort sem það er grunnnám eða framhaldsnám.

Háskólanám.is er verkefni á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í samstarfi við Stafrænt Ísland og alla háskólana á Íslandi. Hlutverk Háskólanám.is er að auðvelda öllum þeim sem eru að íhuga háskólanám að taka markvissar ákvarðanir um námsval með upplýsingagjöf og fræðslu og auðvelda þeim að sækja um það nám sem verður fyrir valinu.

Í fyrstu er hægt að leita upplýsinga um það fjölbreytta úrval námsleiða sem íslenskir háskólar hafa upp á að bjóða. Fljótlega verður einnig hægt að sækja um háskólanám í gegnum Háskólanám.is, óháð því hvaða háskóla sótt er um. Þessi virkni verður innleidd í skrefum, fyrst grunnnám og síðar framhaldsnám. Í framtíðinni mun Háskólanám.is svo bjóða upp á fleiri nytsamleg tól fyrir notendur til að taka ákvörðun um hvaða háskólanám hentar þeim, t.d. áhugasviðsgreiningar og tengingar við þjónustu sem varðar háskólanám þeirra.

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Netfang: haskolanam@island.is