Fara beint í efnið

Almennar upplýsingar

Til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum þarf umsækjandi að hafa unnið á Íslandi, vera á aldrinum 18-70 ára, vera vinnufær, eiga lögheimili á Íslandi og vera á landinu.

Nánar um rétt til atvinnuleysisbóta

Hvenær á ég að sækja um?

Það er gott að sækja um strax.

Einstaklingar geta sótt um 30 dögum áður en þeir verða atvinnulausir. Það er mikilvægt að sækja um atvinnuleysisbætur í síðasta lagi þann dag sem einstaklingur verður atvinnulaus, til dæmis þegar uppsagnarfresti lýkur. Það má alltaf breyta umsókninni eða hætta við.

Af hverju að sækja um strax?

  • Það er greitt frá þeim degi sem sótt er um en ekki frá þeim degi sem umsókn er samþykkt.

  • Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar afturvirkt.

  • Það tekur 4-6 vikur að afgreiða umsókn. Ef fylgigögn vantar getur afgreiðslutíminn lengst.

Staða umsóknar

Ef engin tilkynning hefur borist á netfang umsækjanda um að umsókn hafi verið afgreidd er ennþá verið að afgreiða hana.

Upphæð

Lokaniðurstaða um réttindi og upphæð fæst ekki fyrr en umsókn hefur verið afgreidd.

Nánar um upphæðir og útreikning

Fyrsta greiðsla

Það er greitt síðasta virka dag í mánuði. Greitt er eftir á fyrir mánuðinn sem var að líða.

Grunnatvinnuleysisbætur og tekjutengdar bætur

Fyrstu tvær vikurnar eru greiddar grunnatvinnuleysisbætur. Svo tekur við tekjutenging bótanna í þrjá mánuði.

Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru 70% af meðaltali heildarlauna upp að hámarki 551.530 krónur og eru greiddar í þrjá mánuði.

Það þarf ekki að sækja um tekjutengingu bóta.

Staðfesta atvinnuleit

Til að fá greiddar atvinnuleysisbætur þarf að staðfesta atvinnuleit einu sinni í mánuði, milli 20. -25. hvers mánaðar.

Það er gert með því að smella á appelsínugulan borða sem birtist efst á Mínum síðum Vinnumálastofnunar, þar eru einnig sett inn nöfn á þeim stöðum sem sótt hefur verið um vinnu hjá síðastliðinn mánuð.

Þegar einstaklingur staðfestir atvinnuleit:

  • Milli 20. - 25.: er greitt síðasta virka dag mánaðarins.

  • Milli 26. og 3. næsta mánaðar: er greitt 3-7 virkum dögum eftir mánaðarmót.

  • Eftir 3. næsta mánaðar er umsókn sjálfkrafa afskráð og greitt verður með útborgun um næstu mánaðarmót ef einstaklingur hefur samband við þjónustuskrifstofu.

Það þarf að staðfesta atvinnuleit þó að umsókn sé enn í vinnslu. Það þarf líka að staðfesta atvinnuleit þó að viðkomandi sé á biðtíma, það er, verið sé að fresta greiðslum vegna brota á reglum.

Athuga Mínar síður

Það er mikilvægt að fylgjast reglulega með skilaboðum sem birtast á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.

Hvað hefur áhrif á atvinnuleysisbætur?

Á meðan einstaklingur fær greiddar atvinnuleysisbætur þarf að láta vita af tekjum, aukavinnu og öðrum breytingum. Annars getur þurft að endurgreiða of háar bætur eða greiðslum verið frestað, það er, bíðtími settur á.

Hvað hefur áhrif á greiðslur?

Tímabil bóta

Hægt er að fá atvinnuleysisbætur í 30 mánuði. Að því loknu þarf að vinna sér inn rétt á nýju 30 mánaða tímabili.

Að fara aftur á atvinnuleysisbætur

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun