Fara beint í efnið

Einstaklingar í námi eiga yfirleitt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það eru þó undantekningar á þessu, til dæmis ef nám er 20 einingar eða minna, einstaklingur missir vinnu eftir að önn hefst eða námið er skilgreint sem nám með vinnu.

Skilyrði

  • Námsfólk þarf alltaf að skila inn námssamningi.

  • Umsækjandi þarf að hafa hafa áunnið sér rétt á atvinnuleysisbótum.

  • Einstaklingar sem eru í námi og fá atvinnuleysisbætur þurfa líka að sinna sömu skyldum og aðrir sem fá atvinnuleysisbætur greiddar.

Námssamningur

Það þarf alltaf að sækja um námssamning ef óskað er eftir greiðslu atvinnuleysisbóta meðfram námi. Umsókn um námssamning er send á: radgjafar@vmst.is.

Skyldur

Þau sem eru í námi og fá greiddar atvinnuleysisbætur hafa sömu skyldur og aðrir sem fá greiddar atvinnuleysisbætur:

  • Að vera í virkri atvinnuleit.

  • Að vera tilbúin að taka starfi sem býðst.

  • Að staðfesta atvinnuleit mánaðarlega á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.

  • Að svara boðum um fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að senda.

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun