Ef þú ert á atvinnuleysisbótum getur þú fengið námsstyrk upp að 80.000 kr. á ári til að sækja starfstengd námskeið sem þú finnur sjálfur. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námskeiðsgjaldi. Styrkurinn er aðeins veittur einu sinni fyrir hvert námskeið.
Þú getur líka athugað rétt þinn til námsstyrks hjá þínu stéttarfélagi, en það er ekki skilyrði að nýta þann rétt áður en þú sækir um styrk hjá Vinnumálastofnun. Stéttarfélög veita oft styrki til annarra námskeiða.
Skila inn umsókn um námsstyrk
Þú fyllir út umsókn um námsstyrk (pdf)
sendir umsóknina ásamt námskeiðslýsingu, tímasetningu námskeiðs og greiðslukvittun vegna námskeiðsins á netfangið radgjafar@vmst.is.
Skyldur meðan á námskeiði stendur:
Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin að taka starfi ef það býðst.
Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega.
Mæta á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun