Fara beint í efnið

Grunnatvinnuleysisbætur

349.851 krónur á mánuði miðað við 100% bótarétt.

262.388 krónur á mánuði miðað við 75% bótarétt.

174.925 krónur á mánuði miðað við 50% bótarétt.

87.462 krónur á mánuði miðað við 25% bótarétt. Þetta er lágmarks bótaréttur.

Framfærsla barna

13.994 krónur á mánuði eru greiddar fyrir hvert barn yngra en 18 ára. Skilyrði er að umsækjandi hafi börnin á framfæri.

Tekjutenging

551.530 krónur á mánuði er hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta.

Enginn getur fengið hærri atvinnuleysisbætur en sem nemur þessari upphæð, sama hversu há laun viðkomandi hafði.

Umsækjendur sem sæta biðtíma í upphafi bótatímabils eiga ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.

Frítekjumark

Frítekjumark segir til um hvað má hafa í tekjur á mánuði áður en atvinnuleysisbætur skerðast.

86.114 krónur er frítekjumark atvinnuleysisbóta.

Desemberuppbót

Persónuafsláttur

64.926 krónur er upphæð persónuafsláttar árið 2024. Persónuafslátt er hægt að nota til lækka tekjuskatt af launum og lífeyri. Ef þú vilt breyta nýtingu persónuafsláttar getur þú haft samband við spjalllmennið Ask.

Ofgreiddar atvinnuleysisbætur

Fái einstaklingur of háar atvinnuleysibætur greiddar þarf að endurgreiða þær til Atvinnutryggingasjóðs. Yfirleitt er orsökin sú að tekjur voru hærri en reiknað var með í umsókn eða í skráðum upplýsingum á Mínum síðum. Tilkynna þarf allar tekjur á Mínum síðum Vinnumálastofnunnar.

Hvað hefur áhrif á greiðslur til mín?

Upphæðir gilda frá 1. janúar 2024. Þær eru ákveðnar með lögum á hverju ári.

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun