87.462 krónur á mánuði miðað við 25% bótarétt. Þetta er lágmarks bótaréttur.
Framfærsla barna
13.994 krónur á mánuði eru greiddar fyrir hvert barn yngra en 18 ára. Skilyrði er að umsækjandi hafi börnin á framfæri.
Tekjutenging
551.530 krónur á mánuði er hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta.
Enginn getur fengið hærri atvinnuleysisbætur en sem nemur þessari upphæð, sama hversu há laun viðkomandi hafði.
Umsækjendur sem sæta biðtíma í upphafi bótatímabils eiga ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru 70% af meðaltali heildarlauna. Upphæðin verður þó aldrei hærri en 551.530 krónur á mánuði.
Til að reikna út tekjutengingu er 8 mánaða tímabil skoðað aftur í tímann frá deginum sem sótt er um. Síðustu 2 mánuðirnir eru ekki teknir með í reikninginn.
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur sjálfstætt starfandi einstaklinga eru 70% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.
Frítekjumark
Frítekjumark segir til um hvað má hafa í tekjur á mánuði áður en atvinnuleysisbætur skerðast.
86.114 krónur er frítekjumark atvinnuleysisbóta.
Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra tekna sem fara yfir frítekjumarkið.
Dæmi 1
Einstaklingur er með 100.000 krónur í tekjur fyrir skatt. Útreikningurinn er þá svona:
349.851 krónur sem eru 100% óskertar bætur, plús 100.000 krónur er samtals 449.851 krónur.
349.851 krónur + frítekjumark, 86.114 krónur, er samtals 435.965 krónur.
449.851 krónur – 435.965 er samtals 13.886 krónur. Helmingur af þeirri upphæð er 6.943 krónur. Skerðing á bótum er þá 6.943 krónur.
Dæmi 2
Einstaklingur er með 100.000 krónur í tekjur fyrir skatt.
Upphæð yfir frítekjumarki er 13.886 krónur, það er, 100.000 krónur mínus 86.114 krónur. Þeirri upphæð er deilt með tveimur og skerðingin er 6.943 krónur af atvinnuleysisbótum.
Dæmi 3
Einstaklingur er með tilfallandi tekjur upp á 113.458 krónur.
113.458 krónur - 86.114 krónur, sem er frítekjumark, er samtals 27.344 krónur.
Skerðing er þá 27.344 krónur deilt með tveimur sem er 13.672 krónur.
Desemberuppbót
Áætlað er að greiða út desemberuppbót 15. desember næstkomandi.
Upphæð
Hámarksupphæð er 104.955 krónur. Uppbótin er aldrei lægri en 26.239 krónur.
Greiddur er skattur af desemberuppbót.
Skilyrði
Staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember á árinu 2024.
Vera tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvembermánuði.
Til að eiga rétt á fullri desemberuppbót þarf atvinnuleitandi að hafa verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði á árinu 2024 eða meira og eiga fullan bótarétt.
Atvinnuleitandi sem á ekki fullan bótarétt og hefur verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði eða meira fær hlutfallslega uppbót í samræmi við rétt sinn til atvinnuleysisbóta.
Atvinnuleitandi sem hefur verið skráður skemur en 10 mánuði atvinnulaus fær hlutfallslega desemberuppbót miðað við fjölda mánaða sem hann hefur verið á skrá og í samræmi við bótarétt sinn.
Skemur en 10 mánuði á skrá:
Ef þú hefur verið 4 mánuði á skrá og átt 100% bótarétt þá átt þú rétt til 40% desemberuppbót eða 41.982 kr.
Ef þú hefur verið 6 mánuði á skrá og átt 50% bótarétt þá átt þú rétt til 30% desemberuppbótar eða 31.486 kr.
Persónuafsláttur
64.926 krónur er upphæð persónuafsláttar árið 2024. Persónuafslátt er hægt að nota til lækka tekjuskatt af launum og lífeyri. Ef þú vilt breyta nýtingu persónuafsláttar getur þú haft samband við spjalllmennið Ask.
Ofgreiddar atvinnuleysisbætur
Fái einstaklingur of háar atvinnuleysibætur greiddar þarf að endurgreiða þær til Atvinnutryggingasjóðs. Yfirleitt er orsökin sú að tekjur voru hærri en reiknað var með í umsókn eða í skráðum upplýsingum á Mínum síðum. Tilkynna þarf allar tekjur á Mínum síðum Vinnumálastofnunnar.
Ef krafan er ekki greidd 30 dögum eftir að innheimtubréf hefur verið sent og ekki er samið um kröfuna er greiðsluáskorun birt af stefnuvotti.
Niðurstaða kærð
Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra atvinnuleysisbóta eru aðfararhæfar. Það þýðir að það megi gera aðför til fullnustu kröfu.
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum innheimtu nema að því marki að aðför frestast þar til niðurstaða Úrskurðarnefndar velferðarmála liggur fyrir.
Niðurfelling á álagi
15% álag er fellt niður ef einstaklingur færir rök fyrir því að það hafi ekki verið sök viðkomandi að hafa fengið of háar atvinnuleysisbætur.