Hlutdeildarlán
Lokað er fyrir umsóknir um hlutdeildarlán.
Lokað er fyrir umsóknir um hlutdeildarlán, næsta tímabil verður auglýst síðar.
Hvað er hlutdeildarlán?
Hlutdeildarlán er leið til að komast inn á fasteignamarkaðinn fyrir fólk sem á ekki, eða á erfitt með að safna fyrir, fullri útborgun en getur greitt mánaðarlegar afborganir.
Hlutdeildarlán eru ólík öðrum lánum þar sem ekki eru mánaðarlegar greiðslur né vextir heldur greiðir þú lánið til baka eftir 10-25 ár eða þegar þú selur íbúðina.
Til að eiga möguleika á hlutdeildarláni þarftu:
Að vera að kaupa íbúð í fyrsta skipti eða hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár.
Að hafa tekjur undir ákveðnum mörkum.
Að eiga 5% útborgun.
Að kaupa íbúð sem er samþykkt af HMS.
Standast greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans
Minna eigið fé
Þú þarft aðeins að eiga fyrir 5% útborgun.
Þú færð hlutdeildarlán fyrir allt að 20% af kaupverði.
Þú tekur íbúðarlán fyrir rest.
Útborgunin má vera hærri en ef hún fer yfir 6,5% lækkar hlutdeildarlánið sem því nemur.
Dæmi:
Þú átt 10% af kaupverði.
Hlutdeildarlánið getur verið allt að 16,5%.
HMS úthlutar hlutdeildarlánum 12 sinnum á ári
Miða skal við að sex úthlutanir fari fram á tímabilinu 1. janúar – 30. júní og sex úthlutanir fari fram á tímabilinu 1. júlí – 31. desember.
Gert er ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði og stefnir HMS á að taka hverja umsókn til vinnslu innan viku frá því hún berst.
Hvernig er hlutdeildarlán endurgreitt?
Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni. Í staðinn fylgir upphæð lánsins verðþróun fasteignarinnar og þú þarft ekki að endurgreiða það fyrr en þú selur eða lánstíma lýkur. Hlutdeildarlán er veitt til 10 ára en hægt er að framlengja lánstímann um 5 ár í senn, til 25 ára alls í samráði við ráðgjafa HMS.
Greiða inn á hlutdeildarlán
Ef þú vilt greiða inn á hlutdeildarlán þarf greiðslan að vera að minnsta kosti 5% af verði eignarinnar. Þá færðu verðmat hjá fasteignasala og hefur samband við HMS með tölvupósti á hlutdeildarlan@hms.is eða í síma 440 6400 og biður um að fá að greiða inn á lánið. Lánið er þá endurreiknað og þú færð greiðslukröfu um upphæðina.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun