Hlutdeildarlán
Tekjumörk
Sé umsækjandi í hjónabandi eða sambúð verður að taka mið af tekjum og eignum sambúðaraðila við mat á tekjumörkum, jafnvel þótt að sambúðaraðili sé ekki umsækjandi um hlutdeildarlán.
Tekjumörk fyrir 25% hlutdeildarláni
Þú þarft að standast greiðslumat fyrir 70% lán til 25 ára (ef lánið er óverðtryggt má lánstími vera lengri). Mánaðarleg afborgun af íbúðarláni má ekki fara yfir 45% af ráðstöfunartekjum hjá einstaklingum en 40% hjá hjónum/sambúðarfólki.
Heildartekjur síðustu 12 mánuði | |
|---|---|
Einstaklingur | 10.000.000 kr. |
Hjón og sambúðarfólk | 15.000.000 kr. |
Fyrir hvert barn á heimilinu undir 20 ára aldri hækka tekjumörkin um 2.254.000 krónur.
Tekjumörk fyrir 35% hlutdeildarláni
Þú þarft að standast greiðslumat fyrir 60% láni til 25 ára (ef lánið er óverðtryggt má lánstími vera lengri). Hlutfall hlutdeildarláns fer samt eftir eigin fé og greiðslugetu, til dæmis ef þú hefur greiðslugetu til að fá 70% lán færðu ekki hærra en 25% hlutdeildarlán.
Heildartekjur síðustu 12 mánuði | |
|---|---|
Einstaklingur | 6.793.000 kr. |
Hjón og sambúðarfólk | 10.620.000 kr. |
Fyrir hvert barn á heimilinu undir 20 ára aldri hækka tekjumörkin um 2.254.000 krónur.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun