Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hlutdeildarlán

Umsókn um samþykki fyrir útleigu á íbúð sem keypt var með hlutdeildarláni

Sá sem kaupir eign með hlutdeildarláni skal eiga lögheimili í eigninni og er óheimilt að leigja hana út nema með samþykki HMS.  

Heimild til tímabundinnar útleigu

Skilyrði fyrir útleigu 

HMS er heimilt að veita samþykki fyrir tímabundinni útleigu íbúðarhúsnæðis sem keypt hefur verið með hlutdeildarláni, ef lántaki hefur búið í því í að lágmarki tvö ár, vegna: 

a. atvinnu lántaka fjarri lögheimili hans og hann leggi fram ráðningarsamning því til staðfestingar 

b. náms lántaka sem hann stundar fjarri lögheimili og hann leggi fram staðfestingu á skólavist 

c. veikinda lántaka, maka hans eða barns sem er á framfæri umsækjanda og hann leggi fram vottorð læknis um nauðsyn þess að viðkomandi sæki heilbrigðisþjónustu fjarri lögheimili sínu 

d. fötlunar lántaka, maka hans eða barns sem er á framfæri umsækjanda, sem krefst langvarandi dvalar fjarri lögheimili sínu og hann leggi fram vottorð læknis um nauðsyn þess að viðkomandi sæki heilbrigðisþjónustu fjarri lögheimili sínu 

e. annarra málefnalegra ástæðna þegar sérstakar aðstæður lántaka, eða fjölskyldu hans, leiða til þess að lántaki þurfi að dveljast fjarri lögheimili sínu 

Heimilt er að veita undanþágu frá því skilyrði um að lántaki hafi búið í íbúðarhúsnæði í að lágmarki tvö ár, þegar brýn nauðsyn er á að lántaki dveljist fjarri lögheimili sínu vegna sérstakra aðstæðna hans eða fjölskyldu hans samkvæmt liðum c til e. 
Lántaka er skylt að afskrá lögheimili sitt af íbúð sem hlutdeildarlán hvílir á sé hún leigð tímabundið út. Þó er lántaka heimilt að hafa lögheimili í húsnæðinu á meðan hann stundar nám erlendis. 

HMS er heimilt að veita lántaka heimild til tímabundinnar útleigu íbúðarhúsnæðis til allt að fimm ára nema sérstakar aðstæður réttlæti annað.