Húsnæðislán hjá HMS
Markmið húsnæðislána HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar) er að auka öryggi á húsnæðismarkaði með því að veita lán til fólks í aðstæðum sem aðrar lánastofnanir veita ekki til. Þar má nefna tekjulágt fólk um allt land, fatlað fólk með sérþarfir og fólk sem er að byggja eða breyta húsnæði á landsbyggðinni.
Húsnæðislán HMS eru eingöngu til kaupa á íbúðum til eigin nota.
Aðeins er hægt að eiga 1 íbúð með láni frá HMS.
Það er ekki hægt að endurfjármagna lán hjá HMS.
Það er ekkert uppgreiðslugjald á lánum.
Hægt er að skoða stöðu umsókna, lána og greiða inn á lán á lánavef HMS.
Hlutdeildarlán
Hlutdeildarlán er veitt til fyrstu kaupenda eða þeirra sem hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Þau eru ólík öðrum lánum þar sem ekki eru mánaðarlegar greiðslur né vextir heldur greiðir þú lánið til baka eftir 10 ár eða þegar þú selur íbúðina.
Húsnæðislán
Húsnæðislán HMS til húsnæðiskaupa eru fyrir íbúðir með fasteignamat lægra en 73 milljónir. Lánsupphæð getur að hámarki verið 44 milljónir, þó aldrei meira en 80% af kaupverði eða markaðsvirði íbúðar.
Sérþarfalán
Sérþarfalán eru veitt fötluðu fólki með hreyfihömlun sem þarf að gera breytingar á húsnæði eða kaupa dýrara húsnæði vegna sérþarfa. Forsjáraðilar geta líka sótt um vegna sérþarfa fatlaðs barns.
Endurbótalán
Endurbótalán eru veitt fólki sem þarf að sinna nauðsynlegu viðhaldi eða endurbótum á húsnæði sínu. Þegar framkvæmd er í gegnum húsfélag sækir hver íbúi um lán fyrir sig.
Nýbyggingalán
Nýbyggingalán eru veitt fólki sem er að byggja húsnæði frá grunni eða hefur keypt húsnæði sem er ekki tilbúið.
Landsbyggðarlán
Landsbyggðarlán eru veitt til byggingar á hagkvæmu húsnæði á svæðum þar sem erfitt er að fá fjármögnun eða vaxtakjör eru mun hærri en á öðrum landssvæðum.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun