Fara beint í efnið

Sérþarfalán til breytinga á húsnæði fyrir fatlað fólk

Umsókn um sérþarfalán

Sérþarfalán eru veitt fötluðu fólki með hreyfihömlun sem þarf að gera breytingar á húsnæði eða kaupa dýrara húsnæði vegna sérþarfa. Forsjáraðilar geta líka sótt um vegna sérþarfa fatlaðs barns.

  • Fasteignamat verður að vera lægra en 73 milljónir.

  • Upphæð láns getur að hámarki verið 14,378 milljónir til viðbótar við grunnlán.

  • Hægt er að taka sérþarfalán við viðbótar láni hjá HMS eða annarri lánastofnun.

  • Það er ekki hægt að yfirtaka sérþarfalán heldur þarf að greiða lánið upp þegar íbúð er seld. Í sérstökum tilfellum er hægt að færa lánið með sér á aðra íbúð.

Umsókn um sérþarfalán