Fara beint í efnið

Húsnæðislán hjá HMS

Lánakjör

Lánin hjá HMS eru jafngreiðslulán, með föstum vöxtum og geta verið verðtryggð eða óverðtryggð.

  • Fasteignamat verður að vera lægra en 73 milljónir.

  • Hlutfall láns af verði húsnæðis getur að hámarki verið 80%.

  • Heildarlánsupphæð á húsnæði getur að hámarki verið 44 milljónir.

  • Óverðtryggð lán eru með föstum vöxtum til 3 ára.

  • Verðtryggð lán eru með föstum vöxtum til 5 ára.

  • Einnig er hægt að fá verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann.


Undantekningar:

  • Sérþarfalán geta verið 14,378 milljónir króna að hámarki og komið til viðbótar við 44 milljónir. Þau geta verið 90% af verði og eru einungis verðtryggð.

  • Hlutdeildarlán bera enga vexti heldur eru hlutfall af verði eignar.

Sjá vaxtatöflu lána

Kostnaður vegna lántöku

  • Lántökugjald er 58.500 krónur

    • Fyrstu kaupendur greiða ekkert lántökugjald fyrir grunnlán (1. veðréttur).

  • Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni er 2.700 krónur.

  • Greiðslumat kostar 8.400 krónur fyrir einstakling og 16.400 krónur fyrir sambúðarfólk.