Húsnæðislán hjá HMS
Lánakjör
Lánin hjá HMS eru jafngreiðslulán, með föstum vöxtum og geta verið verðtryggð eða óverðtryggð.
Fasteignamat verður að vera lægra en 73 milljónir.
Hlutfall láns af verði húsnæðis getur að hámarki verið 80%.
Heildarlánsupphæð á húsnæði getur að hámarki verið 44 milljónir.
Óverðtryggð lán eru með föstum vöxtum til 3 ára.
Verðtryggð lán eru með föstum vöxtum til 5 ára.
Einnig er hægt að fá verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann.
Undantekningar:
Sérþarfalán geta verið 14,378 milljónir króna að hámarki og komið til viðbótar við 44 milljónir. Þau geta verið 90% af verði og eru einungis verðtryggð.
Hlutdeildarlán bera enga vexti heldur eru hlutfall af verði eignar.
Kostnaður vegna lántöku
Lántökugjald er 58.500 krónur
Fyrstu kaupendur greiða ekkert lántökugjald fyrir grunnlán (1. veðréttur).
Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni er 2.700 krónur.
Greiðslumat kostar 8.400 krónur fyrir einstakling og 16.400 krónur fyrir sambúðarfólk.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun