Landsbyggðarlán til einstaklinga eru veitt til byggingar á hagkvæmu húsnæði á svæðum þar sem erfitt er að fá fjármögnun eða vaxtakjör eru mun hærri en á öðrum landssvæðum.
Með þessum lánum vill HMS koma til móts við misvægi sem er á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs á hluta landsins og tryggja þar aðgang að lánum líkt og á virkari svæðum.
Hægt er að sækja um landsbyggðarlán þegar áætlaður byggingarkostnaður liggur fyrir. Heimilt er að fá landsbyggðarlán greidd út eftir framvindu á framkvæmdatíma, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Fasteignamat verður að vera lægra en 73 milljónir.
Upphæð láns getur að hámarki verið 44 milljónir.
Lán getur verið allt að 80% af byggingarkostnaði, þó að hámarki 6 milljónir yfir markaðsvirði íbúðar.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun