Fara beint í efnið

Landsbyggðarlán til byggingar á svæðum þar sem erfitt er að fá fjármögnun

Umsókn um landsbyggðarlán

Lánakjör

  • Heildarlán eru allt að 80% af byggingarkostnaði eða 6 milljónum yfir fasteignamat.

Grunnlán kallast 1. veðréttur og viðbótarlán 2. veðréttur. Viðbótarlán eru almennt með hærri vöxtum.

Sjá vaxtatöflu lána

Sjá gjaldskrá

Óverðtryggð lán

Óverðtryggð lán eru með hærri mánaðarlegar greiðslur en verðtryggð. Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu þannig að eignamyndun er hraðari.

Fastir vextir í 3 ár í senn

  • Lánstími að 25 árum.

  • Grunnlán fyrir allt að 70%.

  • Viðbótarlán fyrir 71–80%.

  • Viðbótarlán umfram 80% að 6 milljónum yfir fasteignamati.

Verðtryggð lán

Verðtryggð lán eru með lægri mánaðarlegar greiðslur en óverðtryggð. Þau eru tengd verðbólgu þannig að höfuðstóllinn getur hækkað í upphafi. Það gerir eignamyndun hægari.

Fastir vextir í 5 ár í senn

  • Lánstími að 35 árum.

  • Grunnlán fyrir allt að 70%.

  • Viðbótarlán fyrir 71–80%.

  • Viðbótarlán umfram 80% að 6 milljónum yfir fasteignamati.

Fastir vextir út lánstímann

  • Lánstími að 35 árum.

  • Grunnlán fyrir allt að 80%.

  • Viðbótarlán umfram 80% að 6 milljónum yfir fasteignamati.

Umsókn um landsbyggðarlán