Reglugerðasafn
Kæru notendur, hérna sjáið þið fyrstu útgáfu af reglugerðasafni Íslands aðgengilegt á vef Ísland.is.
Reglugerðasafn er heildarsafn gildandi reglugerða. Reglugerðir eru gefnar út í B-deild Stjórnartíðinda og miðast réttaráhrif við þá birtingu.
Reglugerðasafnsvefurinn var opnaður árið 2001, önnur útgáfa hans árið 2015 og þriðja útgáfa árið 2021.
Við þriðju útgáfu verður sú nýbreytni að breytingar verða felldar inn og hægt að nálgast samfelldan texta reglugerða eins og hann er á hverjum tíma án þess að þurfa að rekja sig í gegnum breytingareglugerðir. Gera verður ráð fyrir að það taki nokkurn tíma þar til allar reglugerðir verði komnar í þann búning.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.
Dómsmálaráðuneytið tekur við ábendingum um vefinn og framsetningu reglugerða á netfangið reglugerdir@dmr.is