Fara beint í efnið

Loftbrú - lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar

  • 40% afsláttur af heildar­fargjaldi fyrir allt að 6 flug­leggi á ári.

  • Fyrir alla með lög­heimili fjarri borginni og á eyjum.

  • Bætir aðgengi lands­byggðar að miðlægri þjónustu í höfuð­borginni.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttar­fargjald eða fullt far­gjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 gilda afsláttar­kjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík.

Svæði sem falla undir Loftbrú
Loftbru-logo

Aðgangsstýrð stafræn umsókn

Sækja afsláttarkóða