Stafrænt Ísland: Loftbrú
Loftbrúarkóði virkar/birtist ekki
Þegar kóði birtist ekki hjá einstaklingum er oftast vandamálið það að einstaklingurinn hefur ekki verið með skráð lögheimili á landsbyggðinni í 30 daga. Það er að segja ekki eru 30 dagar liðnir frá því að staðfesting um breytt lögheimili barst frá Þjóðskrá.
Við lögheimilisbreytingu þurfa að líða 30 dagar þar til hægt er að nýta Loftbrúarkóða.
Ef þú átt í einhverjum vandræðum með að nota kóðann er best að hafa samband í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, eða loftbru@vegagerdin.is.
Eigir þú hins vegar í vandræðum með að nota afsláttinn í bókunarkerfum flugfélaga er best að hafa samband við viðkomandi flugfélag.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Stafrænt Ísland