Stafrænt Ísland: Loftbrú
Loftbrúarkóði virkar/birtist ekki - hvað er til ráða?
Þegar kóði birtist ekki hjá einstaklingum er vandamálið oftast það að einstaklingurinn hefur ekki verið með skráð lögheimili á landsbyggðinni í 30 daga. Það er að segja að eftir lögheimilisbreytingu geta liðið allt að 30 dagar þar til hægt er að nýta Loftbrúarkóða.
Ef þú átt í einhverjum vandræðum með að sækja um afsláttarkóða er best að hafa samband í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, eða senda fyrirspurn í gegnum ábendingarkerfi Vegagerðarinnar á www.vegagerdin.is.
Eigir þú hins vegar í vandræðum með að nota afsláttinn í bókunarkerfum flugfélaga er best að hafa samband við viðkomandi flugfélag.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?

Stafrænt Ísland