Stafrænt Ísland: Loftbrú
Get ég nýtt mér Loftbrú ef ég er ekki með rafræn skilríki?
Já, þeir sem ekki geta nýtt sér sjálfsafgreiðslu með rafrænum skilríkjum geta sótt afsláttarkóða hjá Vegagerðinni. Afgreiðsla afsláttarkóða tekur 2 – 14 daga og fer afgreiðslutími eftir afhendingarmáta. Sé sjálfsafgreiðsla á Ísland.is ekki notuð er sótt um kóða með eftirfarandi hætti:
Gegnum ábendingarkerfi Vegagerðirnar á www.vegagerdin.is.
Með umsóknareyðublaði sem sent er með bréfpósti til Vegagerðarinnar. Eyðublaðið má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?

Stafrænt Ísland