Stafrænt Ísland: Loftbrú
Barn birtist ekki í Loftbrú
Algengasta ástæða þess að barn birtist ekki hjá foreldri í Loftbrú er að forsjárskráningu vantar hjá barni. Þú getur skoðað forsjárskráningu með því að:
Skrá þig inn hér: https://island.is/minarsidur/min-gogn
Þar finnur þú barnið og velur „Skoða upplýsingar“
Þar skrollar þú neðst niður í kafla sem heitir „Forsjáraðilar“
Ef nafn þitt er ekki skráð eða reiturinn auður, vantar skráða forsjá hjá Þjóðskrá. Það þarf að skila inn forsjárgögnum frá fæðingarlandi til Þjóðskrá eða hafa samband við Sýslumann og semja um hana.
Ef þú ert með skráða forsjá á mínum síðum biðjum við þig að taka skjámynd af skráningunni og senda á netfangið island@island.is ásamt kennitölum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Stafrænt Ísland