Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Birtist barnið þitt ekki í Loftbrú?

Algengasta ástæða þess að barn birtist ekki hjá foreldri í Loftbrú er að forsjárskráningu í þjóðskrá sé ábótavant. Þú getur skoðað forsjárskráningu samkvæmt eftirfarandi: 

  1. Þú byrjar á því að skrá þig inn á Mínar síður hér.

  2. Þar finnur þú barnið og velur „Skoða upplýsingar“ 

  3. Þar skrunar þú neðst niður í kafla sem heitir „Forsjáraðilar“ 

Ef þú ert ekki skráð/skráður sem forsjáraðili barns þarf að ganga frá skráningu hjá Þjóðskrá eða hjá viðkomandi sýslumanni. 

Ef þú ert skráð/skráður sem forsjáraðili á mínum síðum biðjum við þig að taka skjámynd af skráningunni og senda til island@island.is ásamt kennitölum. 

Börn í varanlegu fóstri Ef barnið er í varanlegu fóstri hjá fósturforeldri, er kóði sóttur í gegnum ábendingarkerfi Vegagerðarinnar eða með umsóknareyðublaði. Umgengnisforeldrar og tvöfalt heimili Ef forsjáraðili barns býr utan loftbrúarsvæðis en umgengnisforeldri innan loftbrúarsvæðis þarf að sækja um kóða fyrir barnið á eftirfarandi hátt: 

  1. Forsjáraðili leggur inn umsókn um fæðingarvottorð barns hjá Þjóðskrá. 

  2. Þegar fæðingarvottorð hefur verið afhent er því skilað inn til Vegagerðarinnar í gegnum ábendingarvef á www.vegagerdin.is ásamt ósk eftir kóða fyrir barnið. 

  3. Aðeins þarf að skila inn fæðingarvottorði einu sinni nema tilkynnt sé sérstaklega um annað.  

  4. Kóði er sendur á það tölvupóstfang sem gefið er upp í ábendingunni.  

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: