Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Fjárhæðir og frítekjumörk
Upplýsingar um fjárhæðir sjúkra- og endurhæfingargreiðsla
Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur samanstanda af grunngreiðslum og viðbótargreiðslum.
Réttindi | á mánuði | á ári |
|---|---|---|
Sjúkra - og endurhæfingargreiðslur | 396.340 krónur | 4.756.080 krónur |
Heimilisuppbót | 65.709 krónur | 788.508 krónur |
Ný frítekjumörk
Almennt frítekjumark fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslur eru 480.000 krónur á ári. Ásamt sérstöku frítekjumarki vegna atvinnutekna að fjárhæð 1.920.000 krónur á ári.
Almennt frítekjumark tekur til allra tekna sem áhrif hafa á sjúkra- og endurhæfingar greiðslur einstaklinga hjá Tryggingastofnun, þar með talið launatekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.
Réttindi | á mánuði | á ári |
|---|---|---|
Almennt frítekjumark | 40.000 krónur | 480.000 krónur |
Frítekjumark vegna atvinnutekna | 160.000 krónur | 1.920.000 krónur |
Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun