Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Fylgigögn með umsókn
Í fyrsta skipti
Áður en sótt er um greiðslur í fyrsta sinn þarf að liggja fyrir læknisvottorð og staðfesting sem berst rafrænt frá fagaðila. Þetta geta verið staðfestingar vegna:
viðurkenndrar meðferðar,
biðar eftir að meðferð eða endurhæfing hefjist,
heilsubrests sem kemur í veg fyrir að meðferð eða endurhæfing geti hafist.
Einnig er hægt að sækja um ef endurhæfingaráætlun hefur borist TR.
Mikilvægt er að fylla út og skila tekjuáætlun þegar þú sækir um í fyrsta skipti.
Framhaldsumsókn
Ef þú þarft að sækja um áframhaldandi greiðslur þá þurfa eftirfarandi gögn að liggja fyrir frá fagaðila:
Staðfesting eftir því hvað á við í þínu tilfelli:
vegna viðurkenndrar meðferðar,
bið eftir að meðferð eða endurhæfing hefjist,
þegar heilsubrestur kemur í veg fyrir að meðferð eða endurhæfing geti hafist.
Einnig er hægt að sækja um ef endurhæfingaráætlun hefur borist TR.
Mikilvægt er að uppfæra tekjuáætlun um leið og þú sækir um ef tekjur þínar hafa breyst.
Athugið að sérfræðingar TR geta óskað eftir fleiri gögnum eftir því sem við á í hvert sinn þannig að mikilvægt er að fylgjast með bréfum á Mínum síðum þar sem óskað er eftir gögnum.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun