Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025

Búsetuskilyrði vegna sjúkra- og endurhæfingargreiðslna

Til þess að öðlast rétt til sjúkra- og endurhæfingargreiðslna þarftu að uppfylla ákveðin búsetuskilyrði samkvæmt almannatryggingalögum:

  • Almenna reglan. Umsækjandi þarf að hafa verið með skráð lögheimili á Íslandi í að minnsta kosti 12 mánuði samfellt áður en réttur til greiðslna er metinn.

  • Samlagningarreglan. Heimilt er að leggja saman búsetu á Íslandi og í öðrum EES-löndum. Það þýðir að búsetutímabil í öðrum EES-ríkjum, Færeyjum, Grænlandi, Sviss, Bretlandi og Kanada leggjast saman við búsetutímabil á Íslandi til að uppfylla 12 mánaða búsetuskilyrðið.

    • Tímamark atburðar sem veldur óvinnufærni er einnig úrslitaatriði. Viðkomandi þarf að hafa orðið óvinnufær á Íslandi svo hægt sé að meta út frá samlagningarreglunni.

    • Bandaríkin falla einnig undir samlagningarregluna, en með sérstöku viðbótarskilyrði; umsækjandi þarf að hafa starfað á Íslandi í minnst 12 mánuði samanlagt eftir 16 ára aldur.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun