Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Ég er með samþykkt endurhæfingartímabil til september 2025 eða lengur. Hvers vegna hef ég ekki fengið nýja greiðsluflokka reiknaða?
TR vinnur að því að reikna nýja greiðsluflokka hjá öllum einstaklingum með endurhæfingarlífeyrir sem eru með samþykkt endurhæfingartímabil til september 2025 eða lengur.
Stefnt er að því að klára útreikninga fyrir alla fyrir byrjun júlí 2025. Ef þú hefur ekki fengið tilkynningu um nýja greiðsluáætlun vegna breytts kerfis máttu gera ráð fyrir að hún berist fyrir byrjun júlí.