Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Má ég vera í námi ef ég fæ endurhæfingargreiðslur?
Nám verður að vera líklegt til að auka líkur á endurkomu á vinnumarkað. Heimilt er að stunda nám á framhaldsskólastigi sem nemur að hámarki 12 einingum eða á háskólastigi sem nemur að hámarki 12 ECTS-einingum á námsönn enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið teljist ekki lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
TR er þó heimilt að meta þegar sérstaklega stendur á hvort sá er stundar nám á framhaldsskólastigi sem nemur allt að 20 einingum eða á háskólastigi sem nemur allt að 20 ECTS-einingum á námsönn uppfylli skilyrði enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið teljist ekki lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
TR er einnig heimilt að meta fjölda eininga sérstaklega þegar einstaklingur er með staðfesta fötlunargreiningu og er á sérnámsbraut eða starfsbraut enda sé námið að jafnaði ekki lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
TR leggur mat á hvort nám samræmist endurhæfingu á grundvelli staðfestingar frá skóla.