Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025

Hvað má ég vera í mörgum einingum í námi samhliða sjúkra- og endurhæfingargreiðslum?

Heimilt er að stunda nám samhliða sjúkra- og endurhæfingargreiðslum á framhaldsskólastigi sem nemur að hámarki 12 einingum eða á háskólastigi sem nemur að hámarki 12 einingum á námsönn. Heimilt verður að meta það sérstaklega ef einstaklingur er í meira námi á framhalds- eða háskólastigi en þá að hámarki 20 einingum.

TR er heimilt að meta fjölda eininga sérstaklega þegar að einstaklingar eru með staðfesta fötlunargreiningu og eru á sérnámsbraut eða starfsbraut.