Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Er hægt að vera í launaðri vinnu ef ég fæ endurhæfingargreiðslur?
Þátttaka á vinnumarkaði að hluta sem stuðlar að aukinni starfshæfni umsækjanda, getur talist vera liður í endurhæfingu eða viðurkenndri meðferð. Þó skal ætíð horft til þess að þátttaka á vinnumarkaði sé ekki svo umfangsmikil að ekki gefist svigrúm til að sinna þeim endurhæfingarúrræðum eða viðurkenndri meðferð sem tekur á heilsufarsvanda.