Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Þarf ég að sækja um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur ef ég hef fengið samþykkt endurhæfingartímabil til september 2025 eða lengur?
Nei, ef þú hefur fengið samþykkt endurhæfingartímabil og ert með endurhæfingaráætlun sem er í gildi til september 2025 eða lengur áttu rétt á sjúkra- og endurhæfingargreiðslum í nýju kerfi út gildistíma þeirrar endurhæfingaráætlunar.
Til að fá áframhaldandi greiðslur þarf sá fagaðili sem heldur utan um endurhæfingu þína að skila inn nýrri endurhæfingaráætlun.
Bent er á að vinnsla endurhæfingalífeyris getur tekið allt að 6 vikur frá því að öll gögn berast.