Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Hvernig sæki ég um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur þegar ég er í atvinnuleit eftir að endurhæfingu lýkur?
Heimilt er að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur í allt að þrjá mánuði eftir að endurhæfingu lýkur ef þú ert skráður í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun eða öðrum þjónustuaðila.
Ef sótt er um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur vegna atvinnuleitar þarf að fylla út umsókn og einnig þarf að liggja fyrir staðfesting eða endurhæfingaráætlun frá fagaðila.