Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Hvað verður hægt að fá sjúkra- og endurhæfingargreiðslur í langan tíma?
Heimilt verður að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur:
í allt að 60 mánuði.
hægt verður að framlengja greiðslur um 24 mánuði ef um er að ræða einstaklinga í viðkvæmri stöðu með fjölþættan vanda sem þurfa á lengri endurhæfingu að halda.
í þrjá mánuði eftir að endurhæfingu lýkur ef viðkomandi er skráður í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun.