Fara beint í efnið

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur ætlaðar til þess að aðstoða fólk sem leigir íbúðarhúsnæði. Húsnæðið getur verið á almennum leigumarkaði, félagslegt leiguhúsnæði, á námsgörðum eða áfangaheimili. Ákveðin skilyrði þarf að uppfylla til að fá húsnæðisbætur. Húsnæðisbætur tóku við af eldra bótakerfi sem var kallað húsaleigubætur.

Upphæð húsnæðisbóta fer eftir:

  • fjölda fólks á heimilinu

  • tekjum

  • eignum

  • leiguverði

Hægt er að reikna áætlaða upphæð með reiknivél húsnæðisbóta.

Umsókn um húsnæðisbætur